Skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu á fertugsaldri í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt.
Konan var gjaldkeri Íþróttabandalags Suðurnesja og dró sér rúmar 3 milljónir króna úr sjóðum félagsins á tímabilinu frá desember 2007 til maí 2008.
Konan játaði sök. Hún var dæmd til að greiða íþróttafélaginu bætur sem námu upphæðinni sem hún dró sér. Einnig var hún dæmd til að greiða málskostnað.
www.mbl.is