Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skili af sér tillögu með áherslu á uppbyggingu á milli byggðakjarnanna
Á þessu svæði vilja Víðismenn sjá gervigrasvöllinn rísa. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 27. ágúst 2024 kl. 17:22

Skili af sér tillögu með áherslu á uppbyggingu á milli byggðakjarnanna

Stjórn Knattspyrnufélagsins Víðis hefur sent bæjarstjórn og bæjarráði Suðurnesjabæjar tillögu þess efnis að bæjarstjórn styðji að fullu og treysti starfshópi sem skipaður var um uppbyggingu íþróttamannvirkja, að hópurinn geri þarfagreiningu og skili af sér tillögu með áherslu á uppbyggingu á milli byggðakjarnanna. Erindi stjórnar Víðis verður tekið fyrir í bæjarráði Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn.

Farið verðo í að gera nýtt aðalskipulag á miðjunni um framtíðaruppbyggingu sameiginlegs svæðis íþróttafélagana við golfskálann. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að ákvörðun um uppbyggingu/hönnun á gervigrasvellinum verði sett á bið á meðan starfshópurinn skili af sér framtíðarsýninni. Starfshópurinn hafi það að leiðarljósi að jafnræðis skuli gætt milli byggðarkjarna sveitarfélagsins þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja.“

Félagið telur einnig að með að gera nýtt íþróttasvæði á milli kjarnanna muni það spara verulega fjármuni til framtíðar að byggja á einum stað, leiða af sér mikla ánægju, sameiningar íbúa og samstarf íþróttafélaganna í Suðurnesjabæ til framtíðar.