Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilgreina frístundabyggð og íbúðarbyggð í Höfnum
Föstudagur 27. september 2024 kl. 06:09

Skilgreina frístundabyggð og íbúðarbyggð í Höfnum

Tvær aðalskipulagsbreytingar í Höfnum voru teknar fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar

Í tillögu að breytingu á aðalskipulagi kemur fram að Hvammur verður með skilgreinda landnotkun sem frístundabyggð í stað opins svæðis og svæðis ætlað fyrir samfélagsþjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við Seljavog 2a verða um 0,8 ha af 3,3 ha með skilgreinda landnotkun sem íbúðarbyggð ásamt hverfisvernd að hluta í stað opins svæðis og hverfisvernd að hluta sbr. gildandi þéttbýlisuppdrátt aðalskipulagsins.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundinum að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu.