Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skildu eftir rusl við hliðið
Þriðjudagur 29. maí 2007 kl. 10:02

Skildu eftir rusl við hliðið

Þrátt fyrir að Kalka í Helguvík sé opin alla daga ársins fyrir utan þá „rauðu“ á dagatalinu, þ.e. á stórhátíðardögum, vill það brenna við að fólk skilji eftir ruslahrúgur fyrir utan hlið stöðvarinnar. Slíkt gerðist núna um hvítasunnuhelgina. Þegar starfsmenn stöðvarinnar mættu til vinnu eftir helgina mátti sjá tvær myndalegar ruslahrúgur sem sturtað hafði verið niður framan við hliðið. Annarri hrúgunni hafði meira að segja verið sturtað niður beint fyrir framan skilitð þar sem fram kemur skýrum stöfum að Kalka sé opin ALLA daga frá kl. 13 - 19 fyrir heimilisúrgang, sem um var ræða í þessu tilfelli.


VF-mynd: elg.









Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024