Skildi mannasiðina eftir heima
Ölvaður ferðamaður, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli höfðu afskipti af í gær, var settur í fangaklefa eftir að hann hlýddi ekki skipunum og sýndi dónaskap við komuna til landsins.
Lögreglumenn í eftirliti höfðu afskipti af ökumanni og farþega vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Farþegi afhenti lögreglumönnum fíkniefni sem hann var með á sér og við leit í bifreiðinni fannst einnig smáræði af fíkniefnum til viðbótar.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gærkvöldi vegna ölvunar í umdæminu en allt gekk stórslysalaust fyrir sig.