Skildi hundinn eftir án fóðurs og vatns
Óskað var eftir lögreglu í gærkvöldi vegna hunds sem hafði verið skilinn eftir í óupphituðum og rafmagnslausum bílskúr.
Er lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að hundurinn, sem er af Rottweiler tegund, var mjög illa haldinn. Ekkert fóður né vatn var í skúrnum og mun eigandinn vera fluttur. Hundurinn var tekinn í vörslu lögreglu og mun málið verða rannsakað með tilliti til dýraverndunarlaga.
Mynd: Rottweilerhundur af sömu tegund og um ræðir
Er lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að hundurinn, sem er af Rottweiler tegund, var mjög illa haldinn. Ekkert fóður né vatn var í skúrnum og mun eigandinn vera fluttur. Hundurinn var tekinn í vörslu lögreglu og mun málið verða rannsakað með tilliti til dýraverndunarlaga.
Mynd: Rottweilerhundur af sömu tegund og um ræðir