Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 25. október 2001 kl. 09:28

Skilanefnd HASS tekur til starfa

Eins og kunnugt er hafa Vogamenn sagt sig úr HASS. Samkvæmt reglum samlagsins skal svokölluð skilanefnd reikna út hve mikinn arð eða greiðslur hvert sveitarfélag þarf að fá eða greiða við útgöngu. Miðað við stöðu HASS eru allar líkur á að Vogamenn þurfi að greiða
verulegar upphæð við að hætta. Í skilanefndina hafa verið kjörin: Ellert Eiríksson og Reynir Ólafsson fyrir Reykjanesbæ, Jóhanna Reynisdóttir og Þóra Bragadóttir fyrir Vatnsleysustrandarhrepp og Sigurður Jónsson og Viggó Benediktsson fyrir Gerðahrepp. Gert er ráð fyrir að fyrsti fundur nefndarinnar verði í dag, fimmtudag. Við kjör í nefnd Gerðahrepps náðist samkomulag milli F-lista og I-lista. Þetta vekur athygli vegna þess að fyrir stuttu stóðu I-listinn og H-listinn saman í nefndarkjöri. Samkvæmt þessu virðist I-listinn að nýju hafa hallast að F-listanum, sem er sá listi, sem fer með meirihluta í Garðinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024