Skilagjald fyrir gamla skrjóðinn!
Frá og með 1. júlí 2003 verður hægt að skila ökutækjum til úrvinnslu til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja við Hafnarveg og fá greitt skilagjald að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Þetta gildir fyrir ökutæki sem afskráð hafa verið frá 1. janúar 2003.
Ákveðnar lágmarkskröfur gilda um ástand ökutækisins þegar því er skilað. Grunnkrafan er að yfirbygging og grind sé skilað og hægt sé að bera kennsl á ökutækið með verksmiðjunúmeri þess. Yfirbygging og grind mega vera skemmd og aðra hluti ökutækisins má vanta. Þannig má vera búið að fjarlægja rúður, innréttingu, hjólabúnað, ljósabúnað, rafbúnað og þess háttar.
Skilagjald fæst greitt af bifreiðum sem skráðar hafa veri á Íslandi eftir 1. janúar 1988 og hafa greitt úrvinnslugjald a.m.k. einu sinni og sem teknar hafa verið afð skrá frá 1. janúar 2003.
Ákveðnar lágmarkskröfur gilda um ástand ökutækisins þegar því er skilað. Grunnkrafan er að yfirbygging og grind sé skilað og hægt sé að bera kennsl á ökutækið með verksmiðjunúmeri þess. Yfirbygging og grind mega vera skemmd og aðra hluti ökutækisins má vanta. Þannig má vera búið að fjarlægja rúður, innréttingu, hjólabúnað, ljósabúnað, rafbúnað og þess háttar.
Skilagjald fæst greitt af bifreiðum sem skráðar hafa veri á Íslandi eftir 1. janúar 1988 og hafa greitt úrvinnslugjald a.m.k. einu sinni og sem teknar hafa verið afð skrá frá 1. janúar 2003.