Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilafrestur í prentútgáfu Víkurfrétta á hádegi á þriðjudegi
Mánudagur 23. október 2017 kl. 21:41

Skilafrestur í prentútgáfu Víkurfrétta á hádegi á þriðjudegi

Víkurfréttum er nú dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum á miðvikudögum og fimmtudögum en það gerðist eftir breytingar á þjónustu Póstsins sem dreifir blaðinu. Blaðið fer í prentun síðdegis á þriðjudegi og því þarf efni og auglýsingar að berast tímanlega fyrir þann tíma.

Þessi nýjung að færa dreifingu blaðsins fram um dag var í fyrsta skipti í síðustu viku og reyndist vel. Blað vikunnar er í lokavinnslu og því biðjum við þá sem vilja komast þar að að vera í sambandi við ritstjórn eða auglýsingadeild VF í síðasta lagi fyrir kl. 13 á þriðjudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024