Skilaði umslagi fullu af peningum til lögreglu
Heiðvirður borgari með umslag, fullt af peningum, kom á lögreglustöðina við Hringbraut í Keflavík nú í morgun. Umslagið fann þessi borgari á gangstétt í Reykjanesbæ.
„Um verulega fjárhæð er að ræða og nú vantar okkur ykkar aðstoð við að hafa uppi á eigandanum. Eigandinn þarf að sjálfsögðu að sanna eignarhald með því að segja okkur hversu mikið sé í umslaginu,“ segir í færslu á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.