Fréttir

Skert starfsemi í Reykjanesbæ
Sundmiðstöðvar og fleiri stofnanir eru lokaðar. Vf-mynd/jpk.
Fimmtudagur 8. febrúar 2024 kl. 13:24

Skert starfsemi í Reykjanesbæ

Skerðing er víða á starfsemi Reykjanesbæjar vegna heitavatnsleysis, m.a. fellur allt skólastarf í leik- og grunnskólum fimmtudag og föstudag.

Í ljósi þess að heitt vatn er farið á Suðurnesjum þarf að grípa til lokana víða í starfsemi sveitarfélagsins og þar til varalögn kemst í gagnið.

Fimmtudagur 8. febrúar:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Allar sundlaugar lokaðar

Íþróttahúsum verður lokað kl. 17:00 og öllum kappleikjum aflýst

Félagsmiðstöð / 88 hús lokar kl. 17:00

Leik- og grunnskólar ásamt tónlistarskóla starfa til kl. 16:00 að öllu óbreyttu.

Starfsemi velferðarsviðs starfar út daginn að öllu óbreyttu.

Söfn loka kl. 16:00

Ráðhús og bókasafn lokar kl. 16:00

Föstudagur 9. febrúar (og meðan ekki er heitt vatn á sveitarfélaginu)

Allt skólastarf í leik- og grunnskólum auk tónlistarskóla fellur niður.

Öll íþróttamannvirki verða lokuð.

Starfsemi Velferðarsviðs verður með eftirfarandi hætti:

Hefðbundin starfsemi í sérstökum búsetuúrræðum. Suðurgata, Seljudalur og Stapavellir.

Björgin – opið í Lautinni

Hæfingarstöðin- lokað

Selið – lokað

Dagdvöl og félagsstarf á Nesvöllum – lokað

Heima- og stuðningsþjónusta verður skert en haldið verður uppi nauðsynlegri þjónustu.

Ráðhús og bókasafn – lokað

Söfn lokuð.

Suðurnesjabær hefur einnig sent fréttatilkynningu um sama efni, sjá hér.