Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmtilegar Þórkötlustaðaréttir þrátt fyrir votviðri
Þriðjudagur 25. september 2012 kl. 09:30

Skemmtilegar Þórkötlustaðaréttir þrátt fyrir votviðri

Þórkötlustaðaréttir fóru fram á sunnudag í rigningaveðri. En Grindvíkingar og gestir létu það ekki á sig fá og mættu vel í réttirnar að vanda þar sem grindvískir bændur ráku féð í réttirnar og drógu í dilka. Það var heldur betur handagangur í öskunni en reyndar var á köflum fleira fólk en fé.

Boðið var upp á haustmarkað handverksfólks og hressingu fyrir gesti og gangandi. Einhverjir nýttu sér nýja göngustíginn austur í Þórkölustaðahverfi en blautviðrið setti óneitanlega strik í reikninginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-myndir: Hilmar Bragi