Skemmtileg leirlist í Hvammi
Hrafnhildur Gróa Atladóttir sem er betur þekkt sem verkstjóri í handverki eldri borgara í Reykjanesbæ heldur sína fyrstu einkasýningu í Hvammi við Suðurgötu í Keflavík nú um páskana. Þar sýnir hún þrjátíu verk unnin úr steinleir.Hrafnhildur segist ákaflega ánægð með mótttökurnar á þessari fyrstu einkasýningu sinni. Hún er vel þekkt meðal eldri borgara í Reykjanesbæ en hún leiðbeinir þeim í leirlist og glerlist. „Ég hef haft góða aðstöðu til að vinna mín eigin verk og ákvað að setja upp sýningu. Verkin sem Hrafnhildur sýnir eru margvísleg en hún segir hugmyndirnar oft koma „af himnum ofan“! „Það er svolítið erfitt að segja frá þessu því það kemur oft einhver andi yfir mig þegar ég að að vinna í leirnum. Ég byrja á einhverju og enda á einhverju sem ég var ekkert með í huga, t.d. því að gera hrútslampa. Sumt teikna ég áður en flest kemur bara þegar ég byrja að vinna leirinn“, segir Habbý eins og hún er kölluð. Hún hefur sótt mörg námskeið og náð sér þannig í kunnáttu.
Sýning Hrafnhildar er í sal eldri borara í Hvammi við Suðurgötu 15-17 í Keflavík og stendur yfir páskana. Að þeim loknum verður hún flutt í Bókasafn Reykjanesbæjar og verður þar til 13. apríl.
Sýning Hrafnhildar er í sal eldri borara í Hvammi við Suðurgötu 15-17 í Keflavík og stendur yfir páskana. Að þeim loknum verður hún flutt í Bókasafn Reykjanesbæjar og verður þar til 13. apríl.