Skemmtileg jólasyrpa frá Reykjanesbæ
Það var mikil stemmning í Reykjanesbæ að kvöldi Þorláksmessu. Að vana safnast bæjarbúar saman í miðbænum til að gera síðustu jólainnkaupin, en ekki síður til að sýna sig og sjá aðra. Þarna voru jólasveinar á hverju horni og stemmning í anda jólanna. Skyrgámur fór fyrir jólasveinunum og gaf þarfa yfirlýsingu í kjölfar umræðu síðustu daga um tilvist jólasveinsins. Tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði jólalög og eitt þeirra er undirtónninn í meðfylgjandi myndbandi sem við höfum tekið saman með bestu óskum um gleðileg jól.
Video: Jólastemmning í Reykjanesbæ. (.mov - 34Mb innlent niðurhal)