Skemmtiferðaskip til Grindavíkur í fyrsta skipti
	Skemmtiferðaskipið Ocean Nova kom til Grindavíkurhafnar í gær. Skipið er sérútbúið til siglinga á norðurslóðum  og er ekki stórt en það tekur aðeins 78 farþega. Þetta er í fyrsta skipti sem skemmtiferðaskip leggst að bryggju í Grindavík eftir því sem fram kemur á grindavik.is.
	Skipð var sérstaklega smíðað til að sigla innan um ísjaka á Grænlandshafi og var sjósett árið 1992. Það er þrátt fyrir smæð sína vel búið og í því er vegleg aðstaða, m.a. sérstaklega til að fylgjast með náttúrunni en auk þess er stór veitingasalur, bókasafn og fleira.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				