Skemmtiferðaskip skutlaði veikum farþega til Grindavíkur
Grindvíkingum brá í brún seint í gærkvöldi þegar þeir sáu stórt skemmtiferðaskip stefna hraðbyri til hafnar í bænum, en þar hafa skemmtiferðaskip ekki haft viðkomu.
Innan við eina sjómílu utan við höfnina nam skipið þó staðar og skaut út báti, sem flutti veikan farþega til lands. Hann var fluttur þaðan á Landsspítalann og skipið hélt aftur til hafs.
Farþeginn mun ekki vera alvarlega veikur. Eftir samráð skipslæknis og læknis í landi var ekki talin ástæða til að sækja farþegann með þyrlu, segir á vef Vísis.