Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmtiferðaskip fyllir miðbæinn af fólki á laugardaginn
Skemmtiferðaskip við Keflavíkurhöfn í ágúst 2021.
Þriðjudagur 25. júní 2024 kl. 17:18

Skemmtiferðaskip fyllir miðbæinn af fólki á laugardaginn

Von er á skemmtiferðaskipi til Reykjanesbæjar á laugardag með um 700 farþega. Þriðjungur þess hóps, rúmlega 200 farþegar, er á leiðinni í skipulagðar hópferðir með fólksflutningabílum frá Keflavíkurhöfn. Þá er gert ráð fyrir að allt að 400 farþegar af skipinu spásseri um í miðbæ Reykjanesbæjar og reyni að finna sér afþreyingu, kíki í verslanir og á veitingastaði.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segist í viðtali við Víkurfréttir í dag vonast til þess að fólk í þjónustu í sveitarfélaginu taki vel á móti þessum stóra hópi fólks sem verður í bænum í hálfan sólarhring. Það geta verið fín uppgrip í stórum hópi farþega skemmtiferðaskipa, sem oft verja talsverðum fjárhæðum í hverri höfn.

Sjá nánar um komu skemmtiferðaskipsins í Víkurfréttum vikunnar. Blaðið kemur rafrænt á vef Víkurfrétta í kvöld og kemur út á prenti á morgun, miðvikudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024