Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skemmdu bifreið og óku utan vegar
Mánudagur 7. september 2009 kl. 10:41

Skemmdu bifreið og óku utan vegar


Lögreglan á Suðurnesjum leitar að tveimur aðilum sem voru á torfærutækjum (krossurum) í Hamradal á Djúpavatnsleið um kl. 15:00 í gær, sunnudaginn 6. september 2009.  Mynd af mönnunum á hjólunum fylgir þessari frétt, en lögreglan sendi myndina til fjölmiðla í morgun.

Málsatvik er þau að þessir aðilar óku á, spörkuðu í og spóluðu grjóti yfir bifreið þannig að talsverðar skemmdir hlutust af. Einnig eru þeir grunaðir um akstur utan vega.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um þessa aðila vinsamlegast hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Ljósmyndir: Lögreglan á Suðurnesjum.