Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdir urðu á Stakkanesi þegar tankur hafnaði á skipinu
Laugardagur 12. júlí 2003 kl. 20:51

Skemmdir urðu á Stakkanesi þegar tankur hafnaði á skipinu

Stakkanes, sem er við Lófóten í Noregi vegna björgunar Guðrúnar Gísladóttur KE-15, varð fyrir skemmdum þegar tankur, sem er notaður í björgunaraðgerðum skipsins, losnaði frá hafsbotni í nótt. Haukur Guðmundsson, Íshúsi Njarðvíkur, sem annast björgun skipsins, segir ekki ljóst hvernig tankurinn losnaði , en gat kom á hann við höggið þegar hann hafnaði á síðunni á Stakkanesi.Hann segir líklegt að björgunaraðgerðir tefjist um nokkra daga þar sem gera þarf við tankinn, sem er 23 metrar á lengd, og ekki er loku fyrir það skotið að viðgerðir þurfi að eiga sér stað á Stakkanesi.

"Við erum búnir að setja tankinn í slipp og eigum von á að koma Stakkanesi að vegna skoðunar á morgun. Það var ekki útilokað að eitthvað óvænt gæti gerst við björgunina, en líklega tefjast björgunaraðgerðir ekki nema um nokkra daga," sagði Haukur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Átta tankar verða notaðir til þess að lyfta Guðrúnu Gísladóttir, sem liggur á 40 metra dýpi, af hafsbotni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024