Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skemmdir unnar á öldnum BMW
Þriðjudagur 20. september 2011 kl. 09:13

Skemmdir unnar á öldnum BMW

Töluverðar skemmdir voru unnar á innréttingu í gömlum BMW sem stóð utan við fyrirtæki við Iðavelli í Keflavík í lok síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Brotist var inn í bílinn og innrétting bílsins skemmd. Þá var dýrum hljómtækjum með dvd-spilara og hátölurum stolið úr bílnum. Aftursæti bílsins var skemmt við það að reyna að ná tækjum úr bílnum.

Skemmdarverkið og þjófnaðurinn hefur verið kærður til lögreglu en ef einhver hefur upplýsingar sem leitt geta til þess að þjófurinn finnist, þá má einnig hafa samband við eiganda bílsins í síma 860 5994. Bíleigandinn metur tjónið umtalsvert, enda erfitt að fá varahluti í svona gamla bíla, en umræddur bíll er kominn á þann aldur að teljast fornbíll.