Skemmdir unnar á leigubíl í innbroti
Um kvöldmat á laugardagskvöld var tilkynnt um innbrot í leigubifreið sem hafði staðið við íbúðarhúsnæði á Hafnargötu í Keflavík. Engu virðist hafa verið stolið úr bifreiðinni en skemmdarverk voru unnin.
Skorið hafði verið í mælaborðið og átt hafði verið við aksturstölvu. Bifreiðin er skutbifreið af gerðinni Opel Vectra, vínrauð að lit. Atburðurinn átti sér stað frá því um miðja aðfararnótt laugardags.
Skorið hafði verið í mælaborðið og átt hafði verið við aksturstölvu. Bifreiðin er skutbifreið af gerðinni Opel Vectra, vínrauð að lit. Atburðurinn átti sér stað frá því um miðja aðfararnótt laugardags.