Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdir unnar á leigubíl í innbroti
Mánudagur 24. október 2005 kl. 01:26

Skemmdir unnar á leigubíl í innbroti

Um kvöldmat á laugardagskvöld var tilkynnt um innbrot í leigubifreið sem hafði staðið við íbúðarhúsnæði á Hafnargötu í Keflavík. Engu virðist hafa verið stolið úr bifreiðinni en skemmdarverk voru unnin.

Skorið hafði verið í mælaborðið og átt hafði verið við aksturstölvu. Bifreiðin er skutbifreið af gerðinni Opel Vectra, vínrauð að lit. Atburðurinn átti sér stað frá því um miðja aðfararnótt laugardags.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024