Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdir unnar á leigubíl
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 10:03

Skemmdir unnar á leigubíl

Skemmdir voru unnar á leigubifreið fyrir utan skemmtistað við Hafnargötu í gærnótt. Var bíllinn dældaður á afturbretti og stuðari rispaður. Einnig var tilkynnt um skemmdir á vörubifreið í Grindavík þar sem rúða hafði verið brotin.

Í gær og í nótt voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðar ók var á 118 km hraða.

Lögregla fékk í gær tilkynningu um að seðlaveski hafi verið stolið í samkomuhúsinu í Sandgerði nóttina áður. Í veskinu voru um  15.000 kr og greiðslukort.

Þá vísuðu lögreglumenn börnum frá nýbyggingu Vörðunnar í Sandgerði þar sem þau höfðu verið að príla um allt, en slíkir staðir eru ekki hugsaðir sem leiksvæði.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024