Skemmdir unnar á golfvelli Grindvíkinga
Að undanförnu hefur borið á kylfuförum inni á nokkrum flötum. Þessi kylfuför sýna að kylfingar séu að leika sér að því að vippa boltum inni á flötum. „Þetta er með ólíkindum að sjá að einhverjir eru svo illa þokkaðir að leika sér að skemma flatir. Hart verður brugðist við slíku og ef sést til manna gera slíkt munu þeir hinir sömu verða vísað af vellinum til lengri tíma og/eða vísað úr klúbbnum,“ segir á heimasíðu Golfklúbbs Grindavíkur. En ekki nóg með þetta.
„Einnig hefur borið á því að félagar í klúbbnum hafi orðið vísir að því að æfa innáhögg á flatir vallarins t.d. af 1. teig inn á 9. flöt, svo og frá æfingaflöt inn á 13. flöt. Það er með öllu ólíðandi og þeir kylfingar sem verða uppvísir að slíku munu fá bann eða verða vísað úr klúbbnum. Það er lágmark að kylfingar beri virðingu fyrir golfklúbbnum og þeim verkum sem unnin hafa verið til að gera góðan völl enn betri. Viljum við hvetja félaga til að fylgjast vel með og tilkynna tafarlaust brot af þessu tagi," segir á heimasíðu GG, sem vefur Grindavíkurbæjar vísar til