Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 7. október 2003 kl. 09:13

Skemmdir unnar á ferðamannaaðstöðu á Garðskaga

Við tjaldstæðið á Garðskaga er aðstaða fyrir ferðamenn, bæði salernisaðstaða og  vatn. Því miður hafa einhverjir óprúttnir náungar ráðist inn í húsið og brotið og skemmt. Það er alveg með ólíkindum að einhverjir skuli hafa af því ánægju að brjóta og skemma aðstöðu eins og þessa. Ótrúlegt er að hér sé um smábörn að ræða heldur mun líklegra að einhverjir sem eru á bílum eigi í hlut.Tjaldstæðið var ágætlega sótt í sumar og umgengni almennt til fyrirmyndar, því ber að harma að tímabilið skuli enda svona, segir í frétt á vef Gerðahrepps.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024