Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skemmdir unnar á bæjarprýði
Eftirfarandi myndir tóku íbúar í Reykjanesbæ sem er annt um umhverfi sitt og voru þær birtar í Facebook hópnum - Reykjanesbær gerum góðan bæ betri.
Fimmtudagur 4. ágúst 2016 kl. 09:14

Skemmdir unnar á bæjarprýði

Ljós skemmd og veggjakrot við vatnstankinn á Vatnsholti

Eitt af fallegri listaverkum í Reykjanesbæ hefur orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum í sumar. Gamli vatnstankurinn í Vatnsholti hefur ekki fengið að vera í friði, en bæði hefur lýsing við tankinn verið skemmd eins sem veggjakrot má finna á listaverkinu.

Árið 2013 vann hópur listamanna að því að breyta tanknum í fallegt listaverk sem er nú orðið glæsilegt kennileiti í bæjarfélaginu. Það var alþjóðlegur hópur listamanna, sem kalla sig Toyista, sem vann verkið á sínum tíma. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024