Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 23. júlí 2001 kl. 09:44

Skemmdir af reyk og vatni

Nokkrar skemmdir urðu í íbúð við Suðurgötu í Keflavík eftir miðnætti í nótt.Eldur kom upp í skáp í eldhúsi og brann vatnsslanga að uppþvottavél í sundur. Heitt vatn fór að leka í íbúðinni. Íbúarnir voru sofandi í kjallara íbúðarinnar og vöknuðu við reykskynjara sem lét ófriðlega.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn fljótt en þykkur reykur var í íbúðinni og ekki vitað hvar upptökin voru. Þau fundust í eldhússkápnum við sorptunnu að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024