Skemmdarverk við Gerðaskóla
Í gær var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að skilti utan á Gerðaskóla hafi verið brotið. Stafirnir höfðu verði brotnir burtu að hluta og er talið að skemmdarverkin hafi verið unnin aðfararnótt laugardags.
Um hálf fjögur leytið í gær var lögreglunni tilkynnt um að rúða hafi verið brotin í Miðtúnsróluvellinum við Tjarnargötu í Keflavík. Ekki er vitað hver var þar að verki.
Á næturvaktinni var lögreglan í Keflavík þrisvar kölluð út vegna veðurs en bálhvasst var fram eftir vaktinni. Þakjárn hafði losnað á fjölbýlishúsi og á skemmu í Keflavík sem og af íbúðarhúsi í Grindavík. Björgunarsveitir á þessum stöðum voru kallaðar út til að sinna þessum tilfellum. Veðrið gekk niður þegar leið á nóttina.
Um hálf fjögur leytið í gær var lögreglunni tilkynnt um að rúða hafi verið brotin í Miðtúnsróluvellinum við Tjarnargötu í Keflavík. Ekki er vitað hver var þar að verki.
Á næturvaktinni var lögreglan í Keflavík þrisvar kölluð út vegna veðurs en bálhvasst var fram eftir vaktinni. Þakjárn hafði losnað á fjölbýlishúsi og á skemmu í Keflavík sem og af íbúðarhúsi í Grindavík. Björgunarsveitir á þessum stöðum voru kallaðar út til að sinna þessum tilfellum. Veðrið gekk niður þegar leið á nóttina.