Skemmdarverk unnin í kirkjugarði
Talsverð skemmdarverk hafa verið unnin í kirkjugarðinum í Keflavík undanfarið. Búið er að rífa upp krossa af leiðum og einnig hafa tveir legsteinar verið brotnir. Það var vinnuflokkur í kirkjugarðinum sem tók eftir þessum hrikalegu ódæðisverkum þegar þau komu í vinnu sl. miðvikudag. Að sögn Lilju, flokkstjóra, var einnig búið að taka styttu af barnaleiði og mölbrjóta hana. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem gengið er um kirkjugarðinn á kvöldin og unnin slík skemmdarverk því fyrr í vetur voru krossar einnig rifnir upp af leiðum og þeim víxlað. Lilja vildi benda fólki sem á leið fram hjá kirkjugarðinum og býr í nágrenninu að vera meðvitað um það sem er að gerast því ekki sé hægt að vakta garðinn á kvöldinn. Lögreglu verður þó gert viðvart og mun hún keyra nokkrar eftirlitsferðir fram hjá kirkjugarðinum á kvöldin.
Það verður að teljast nokkuð líklegt að þarna sé um unglinga að ræða þar sem talsvert afl þarf til að rífa bæði krossa upp úr leiðum og að brjóta legsteina.
Það verður að teljast nokkuð líklegt að þarna sé um unglinga að ræða þar sem talsvert afl þarf til að rífa bæði krossa upp úr leiðum og að brjóta legsteina.