Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk unnin hjá vottum Jehóva í Keflavík
Laugardagur 8. febrúar 2003 kl. 14:38

Skemmdarverk unnin hjá vottum Jehóva í Keflavík

Ríkissalur votta Jehóva í Keflavík varð illilega fyrir barðinu á skemmdarvörgum í nótt eða snemma í morgun. Olíulakki hefur verið úðað á þrjár hliðar hússins. Skipti engu hvort um var að ræða tréklædda veggi, hurð eða rúður. Tjónið er nokkuð þar sem erfitt er að hreinsa olíulakkið af tréverkinu. Skemmdarverkin hafa verið tilkynnt lögreglunni í Keflavík.Lögreglan kom á vettvang og þá kom í ljós að sömu skemmdarvargar höfðu einnig verið á ferðinni við Norðurvelli í Keflavík því þar hafði sama olíulakkið verið notað til að "skrifa" á hátt hvítt grindverk.
Svo gæti verið að veggjakrotarinn hafi verið á ferðinni víðar í nótt og jafnvel einhver séð til hans og getur gefið lýsingu á viðkomandi. Lögreglan þiggur allar upplýsingar um málið.

Myndin: Lögreglumenn á vettvangi við Ríkissal votta Jehóva í Keflavík eftir hádegið í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024