Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk unnin á vinnuvél
Föstudagur 18. maí 2007 kl. 09:20

Skemmdarverk unnin á vinnuvél

Skemmdarverk var unnið á vinnuvél sem staðett var í námu nærri Kúagerði á aðfararnótt fimmtudags. Sá eða þeir er þarna voru að verki brutu rúðu í vinnuvélinni og tóku talstöð. Ef einhver hefur upplýsingar um þetta mál þá vinsamlega hafið samband við lögreglu.

Gærdagurinn var frekar rólegur hjá lögreglu en þó voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Tveir á Reykjanesbraut og einn á Grindavíkurvegi.

Einn ökumaður var í nótt kærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Sá var stöðvaður á Hafnargötu í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024