Skemmdarverk unnin á Smíðavöllum
Þegar krakkar og starfsfólk í kofabyggðinni á malarvelli Keflavíkur við Hringbraut í Reykjanesbæ mættu á „Smíðavelli“ á mánudag blasti við þeim hræðileg sjón því búið var að leggja sjö kofa í rúst og höfðu skemmdarverk verið unnin á fleiri kofum. Var þetta örugglega gert um helgina því á fimmtudag voru allir kofarnir í lagi þegar krakkarnir og starfsfólkið yfirgaf svæðið. Skemmdarverkin hafa væntanlega verið unnin í skjóli nætur, þegar enginn var á ferð, en ef einhver varð vitni að því þegar kofarnir voru skemmdir er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa sambandi við lögreglu.
Krakkarnir á Smíðavöllum voru að vonum gríðarlega sárir yfir þessu og fóru nokkrir heim grátandi enda höfðu þau lagt mikla vinnu í að gera kofana sem flottasta.
Krakkarnir á Smíðavöllum voru að vonum gríðarlega sárir yfir þessu og fóru nokkrir heim grátandi enda höfðu þau lagt mikla vinnu í að gera kofana sem flottasta.