Skemmdarverk unnin á listaverki
Svo virðist sem skemmdarverk hafi verið unnið á listaverki sem stendur við Hafnargötuna. Listaverkið sem um ræðir er kampavínspíramíði úr steypu og olíutunnum en ein tunnanna hefur verið rifin úr verkinu og henni fleygt út á götu.
Ekki er vitað hverjir voru að verki eða hvenær þetta var gert.
Það var listamaðurinn Ásmundur Ásmundsson sem bjó til listaverkið.
Verkið vísar til kampavínspíramíða sem sumir hafa upplifað í góðum veislum en að þessu sinni var píramíðinn settur í varanlegt form steinsteypunnar og augnablik hamingjunnar þannig fryst í sinni hreinustu mynd.
Myndin: Tunnan sem um ræðir - VF-mynd: Atli Már Gylfason