Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk unnin á björgunarbáti í Grófinni
Föstudagur 5. júní 2009 kl. 13:40

Skemmdarverk unnin á björgunarbáti í Grófinni

Björgunarbáturinn Njörður, sem staðsettur er í smábátahöfninni í Gróf í Reykjanesbæ var gerður vélarvana af skemmdarvörgum. Það var við vikulega prófun á bátnum sl. þriðjudag sem skemmdarverkið kom í ljós.

Svo virðist sem skemmdarverkið hafi verið skipulagt en allar kertahettur voru slitnar af vél bátsins og síðan þannig gengið frá að ekki sást að átt hafði verið við vélina.

Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes segir það ófyrirgefanlegt að átt sé við björgunartæki með þessum hætti. Sekúndur geta skipt máli þegar björgun úr sjó á sér stað. Björgunarbáturinn er hafður á floti í smábátahöfninni því með þeim hætti sparast um 15 mínútur, sem tekur að sjósetja bát sem þennan. Báturinn er inni á læstu svæði og því hefur sá eða þeir sem gerðu þetta þurft að leggja talsvert á sig og ásetningurinn því augljós. Hvað mönnum gengur til með þessu framferði er hins vegar erfitt að skilja.

Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024