Skemmdarverk unnin á bifreið
				
				
Í nótt var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að skemmdarverk hefði verið unnið á bifreið sem var lagt fyrir utan skemmtistaðinn Paddys. Toppur bifreiðarinnar var dældaður og virðist sem trampað hafi verið á toppnum. Að auki var búið að brjóta loftnetið á bílnum. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				