Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk og ökuþórar
Laugardagur 14. maí 2005 kl. 11:52

Skemmdarverk og ökuþórar

Um þrjúleytið í fyrri nótt stöðvaði Lögreglan í Keflavík akstur ökumanns bifreiðar sem var að koma af veitingahúsi í Keflavík en við nánari skoðun kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis.

Klukkan hálf níu í gær morgun var lögreglu tilkynnt um eignaspjöll á bifreið á Einholti í Garði en búið var að brjóta fram- og afturrúðu bifreiðarinnar. Var þetta pallbifreið af gerðinni Mitsubishi L200, grá að lit. Samkvæmt upplýsingum lögreglu átti atburðurinn sér stað síðastliðna nótt.

Í gærdag var lögreglu síðan tilkynnt um önnur eignaspjöll á bifreið en hún var við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Búið var að rispa bifreiðina talsvert en hún var af gerðinni Mitsubishi Pajero, rauð og grá að lit.

Einn ökumaður var í gær kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi en hann var mældur á 124 km hraða þar sem hámarkshraði er 90.

Í nótt urðu ólæti á veitingastað við Hafnargötu þar sem einn gestanna braut salernisskál í vonsku kasti. Einnig var einn ökumaður stöðvaður á Njarðarbraut fyrir að aka á 109 km hraða þar sem leyfður hraði er 50 km.

VF-mynd: Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024