Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk og innbrot
Þriðjudagur 26. apríl 2011 kl. 16:01

Skemmdarverk og innbrot

Töluvert hefur borið á skemmdarverkum og innbrotum upp á síðkastið í Grindavík. Um páskana voru skemmdir litlir ljósastaurar sem lýsa upp gangveginn frá íþróttasvæðinu að Víðihlíð og eru skemmdir töluverðar. Þá var brotist inn í Orkubúið um helgina og m.a. stolið handlóðum og orkudrykkjum. Þeir sem þar voru að verki brutu rúðu til að komast inn og var töluvert blóð á vettvangi sem gæti gefið einhverjar vísbendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á dögunum var brotist inn í Hópið, fjölnota íþróttahús, og þar var skemmd hurð, sjálfsali og fleira og tjónið umtalsvert. Einnig var brotist inn í sjoppuskúr við völlinn. Þá var brotin rúða í nýja tjaldsvæðishúsinu fyrir skömmu.


Bæjarbúar eru beðnir að láta lögreglu vita um leið og þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir að kvöld- og næturlægi.


Mynd: Ljósastaurarnir lágu eins og hráviði.