Skemmdarverk og hraðakstur
Í gærmorgun var lögreglu tilkynnt um skemmdarverk á vinnuvél við fótboltavöllinn í Keflavík. Þrjár rúður höfðu verið brotnar í vélinni, greinilega með grjótkasti.
Fjórir ökumenn voru í gær kærðir fyrir hraðakstur, tveir á Reykjanesbraut og tveir á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast fór var mældur á 121 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn.
Fjórir ökumenn voru í gær kærðir fyrir hraðakstur, tveir á Reykjanesbraut og tveir á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast fór var mældur á 121 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn.