Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Skemmdarverk í skrúðgarðinum í Keflavík
    Margrét Áslaug Heiðarsdóttir og Björk Gunnarsdóttir, frá vinnuskólanum, svekktar við eitt beðanna.
  • Skemmdarverk í skrúðgarðinum í Keflavík
Þriðjudagur 14. júlí 2015 kl. 11:57

Skemmdarverk í skrúðgarðinum í Keflavík

Sumarblóm liggja eins og hráviði um garðinn.

„Þetta er nánast árlegt vandamál. Allavega einu sinni yfir sumarið er búið að rífa upp sumarblóm og búið að grýta þeim um svo að þau liggja eins og hráviði um svæðið. Oft gerist þetta þegar blómin eru nýkomin en svo gerist þetta líka núna í júlí,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar. Sumarblómum hefur ítrekað verið kippt upp úr moldinni í skrúðgarðinum í Keflavík. 

Berglind segir að ekki sé um að ræða örfá blóm, heldur séu þetta tugir blóma víða um skrúðgarðinn. Sum liggi jafnvel enn hálf í holunni. „Blómastúlkurnar hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar sjá um að gera beðin fín og setja niður sumarblóm, vökva og týna dauð blóm. Þá er leitt að horfa upp á að búið sé að skemma það sem búið var að eyða tíma í. Það virðist einhverjum finnast þetta spennandi og kannski kunna ekki að umgangast blóm, ég veit ekki. Ég á erfitt með að ímynda mér að þetta sé bara einskær ásetningur. Þetta er eitthvað nýtt sem laðar að.“ 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá segir Berglind einhverja hafa nefnt við hana að hafa séð til barna henda blómunum í hvert annað í einhverjum leik, en hún hafi engar sannanir fyrir því. „Lögreglan var eitt sinn kölluð til í skrúðgarðinn í Njarðvík þar sem fullorðinn einstaklingur var að ná sé í sumarblóm, setja þau í bakka að fara með þau heim. Honum var gert að setja þau aftur á sinn stað.“ 

Berglind segist aðallega vilja vekja athygli á þessu og ef einhver verður vitni af slíkum skemmdaverkum þá væri gott ef hann gæti látið lögregluna eða þau hjá vinnuskólanum vita. „Þetta eru bara skemmdarverk. Við förum þó alltaf og lögum þetta, við gefumst ekkert upp.“ 

VF/Olga Björt