Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk í skrúðgarðinum
Mánudagur 26. maí 2008 kl. 17:07

Skemmdarverk í skrúðgarðinum


Ljót sjón blasti við vegfarendum um skrúðgarðinn í Keflavík í dag, en þar hafði voldugur setubekkur verið rifinn upp og mölvaður.


Ekki þarf að fjölyrða um þann einbeitta brotavilja og skemmdarfýsn sem rekið hefur sökudólgana af stað, en því miður virðist alltaf vera til ákveðinn hópur sem fær eitthvað út úr slíku athæfi.

Stingur þessi aðkoma hina fjölmörgu sem leggja leið sína um garðinn, ekki síst þá sem hafa haft þennan bekk sem áningarstað. 

VF-mynd/Þorgils - Bekkurinn í molum í skrúðgarðinum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024