Skemmdarverk í skógrækt
Skemmdarverk voru framin á svæði Skógræktarfélagsins nú í vikunni. Um 200 birkiplöntur sem nýbúið var að gróðursetja voru rifnar upp og skildar eftir í hrúgum eða teknar burt. Ekki er hægt að nýta plönturnar aftur sem eftir lágu og auk þess var mikil vinna lögð í að gróðursetja þær. Það var 9. bekkur úr Njarðvík sem gróðursetti plönturnar og tók það alla síðustu viku.
Jóhönna Pálsdóttir uppgötvaði ódæðið þegar hún ásamt nýjum vinnuhóp ætlaði að vökva plönturnar. Að hennar sögn ætla þau hjá Skógræktarfélaginu að reyna að nýta holurnar aftur og gróðursetja nýjar plöntur í þær fljótlega, en ljóst er að það er mikil vinna. Erfitt er að skilja hvað vakir fyrir fólki sem eyðileggur vinnu annara með þessum hætti.
VF-mynd: MSJ.