Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk í bát
Þriðjudagur 21. janúar 2003 kl. 20:44

Skemmdarverk í bát

Í morgun var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um skemmdir í bátnum Kára GK Grindavíkur en þar hafði verið klipptur í sundur hengilás og rúða brotin í stýrishúsi, en engu virðist hafa verið stolið. Lögreglunni var einnig tilkynnt um að brotin hefði verið rúða í bifreið í Keflavík og þaðan stolið hátölurum. Sérstakt umferðarátak hófst í morgun með lögregluembættum á Suðvesturlandi og stendur það næstu 3 daga. Sérstaklega er verið að athuga ljósabúnað og útsýni bifreiða. Lögreglan hafði afskipti af 10 ökumönnum í dag vegna átaksins. Ein bifreið var stöðvuð á Reykjanesbraut á 112 km hraða og önnur bifreið á Grindavíkurvegi á 117 km hraða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024