Skemmdarverk framin í Sólbrekkuskógi
Hún var ekki fögur aðkoman þegar umsjónarmenn útivistarsvæðisins í Sólbrekkuskógi við Seltjörn mættu til starfa í morgun. Einhverjir höfðu verið þar með gleðskap um helgina og valið margvíslegum spjöllum á eignum og gróðri.
Búið var brenna útikamar til kaldra kola, og skjóta úr litboltabyssum á eignir svo litaklessur og taumar eru um allt. Þá hafði verið kveiktur varðeldur í skóginum og skilin eftir sviðin jörð og sjá mátti leifar eftir flugelda á víð og dreif.
Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögreglu hefur verið tilkynnt um málið. Þeir sem þarna voru á ferð höfðu skilið ýmislegt eftir á svæðinu, t.d. þrýstihylki sem knýja litboltabyssurnar.
Að sögn umsjónarmanna er Sólbrekkuskógur vinsælt útivistarsvæði á meðal fjölskyldufólks á Suðurnesjum, aðallega um helgar.
Skógræktarfélag Suðurnesja hefur í mörg ár séð um ræktun og umsjá skógarins sem er svokallaður “Opinn skógur” og því er það afar leiðinlegt þegar menn sýna svæðinu slíkt virðingarleysi sem raun ber vitni.
Mynd til hliðar: Hér má sjá klessurnar og taumana eftir litboltana á kynningarskilti svæðisins.
Mynd að neðan: Þetta er það sem eftir var af útikamrinum, þegar komið var að í morgun.
VF-myndir: elg