Skemmdarverk á Njarðvíkurvelli í gærdag
Minniháttar umferðaróhapp átti sér stað við gatnamót Tjarnargötu og Vallargötu í Reykjanesbæ um hádegisbil í gær. Tjón voru minniháttar á ökutækjum og engin slys urðu á fólki.
Þá voru skemmdarverk einnig tilkynnt til lögreglu í gær þar sem plexýgler var brotið á varamannaskýlum á nýja knattspyrnusvæðinu hjá Njarðvík við Afreksbraut. Mun þetta hafa átt sér stað frá kl. 15:15- 17:15. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna.
Á næturvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir meinta ölvun við akstur. Þá gistu tveir mann fangaklefa lögreglunnar vegna ölvunar og óláta í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt.