Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk á lóð Njarðvíkurkirkju
Miðvikudagur 14. janúar 2009 kl. 15:02

Skemmdarverk á lóð Njarðvíkurkirkju



Einhver eða einhverjir hafa séð sig knúna til að rífa ljósakúpla af nokkrum staurum á lóð Njarðvíkurkirkju. Ómögulegt er að segja til um hvað hefur rekið viðkomandi til verksins nema ef vera skyldi einskær skemmdarfýsn. Ljóst er að verknaðurinn hefur kostað talsverða fyrirhöfn, enda kúplarnir rækilega festir, en það hefur ekki aftrað viðkomandi frá ætlunarverki sínu. Meðhjálpari kirkjunnar bendir fólki á að snúa sér til lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um það hverjir voru að verki.

VFmyndir/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024