Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skemmdarverk á flutningabíl í Vogum
Fimmtudagur 30. mars 2006 kl. 10:59

Skemmdarverk á flutningabíl í Vogum

Þrjár rúður voru brotnar í nótt í flutningabíl sem flytja átti stóran tank frá fyrirtækinu Norma í Vogum á Vatnsleysuströnd til álversins á Grundartanga.

Bíllinn hefur staðið ferðbúinn alla vikuna með tankinn en ekki getað lagt af stað vegna vinds.

Skemmdarverkin koma sér mjög illa vegna þess að erfitt er að flytja bílinn til þess að láta laga rúðurnar.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024