Skemmdarverk á Ásbrú
Veggjakrot og rúðubrot
Talsvert hefur verið um eignaspjöll og skemmdarverk á Ásbrúarsvæðinu að undanförnu. Lögreglan á Suðurnesjum birti eftirfarandi myndir á facebook síðu sinni á dögunum en þær sýna skemmdarverk sem framin voru fyrir skömmu.
Lögreglan biðlar til íbúa sem og þeirra sem eiga leið um Ásbrúarsvæðið að hafa augun opin og tilkynna til lögreglu verði það vart við grunsamlegar mannaferðir. Hafir þú einhverjar upplýsingar um hver var hér var að verki endilega hafðu samband við lögreglu í síma 420-1800.
Hér er brotin rúða í einu af íbúðarhúsunum á Ásbrú.
Veggjakrotið er sóðalegt og mikið lýti á húsum.