Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarvargar ráðast á flutningabíl sem var vísað úr íbúðahverfi
Föstudagur 30. ágúst 2002 kl. 08:28

Skemmdarvargar ráðast á flutningabíl sem var vísað úr íbúðahverfi

Flutningabílstjórum í Reykjanesbæ er ekki skemmt þessa dagana. Lögreglan framfylgir af hörku lögreglusamþykkt bæjarins og sektar allar vöru- og flutningabifreiðar sem lagt er í íbúðahverfum að næturlagi. Eigendur bílanna sjá sér því ekki annað fært en að geyma bílanna fjarri mannabyggðum að næturlagi. Það hafði ekki góðar afleiðingar í nótt.Framrúða í flutningabíl frá flutningaþjónustu Einars Jónssonar var brotin af skemmdarvargi í nótt þar sem bíllinn stóð á bílastæði norðan við Heiðarberg í Keflavík. Bílstjóri þess bíls var að vonum sár í morgun og sagði bílinn ekki verða geymdan þar aftur. "Hvar á ég nú að leggja bílnum", sagð'ann í samtali við Víkurfréttir í morgunsárið.
Þá kemur flutningabíllinn ekki til með að sinna störfum í dag þar sem hann verður frá vegna framrúðuskipta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024