Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarvargar leggjast á leikskóla í Sandgerði
Mánudagur 12. febrúar 2007 kl. 18:03

Skemmdarvargar leggjast á leikskóla í Sandgerði

Leikskólinn Sólborg í Sandgerði hefur orðið illa fyrir barðinu á skemmdarvörgum að undanförnu og starfsfólkið þar er orðið langþreytt á síendurteknum skemmdarverkum. Hefur starfsfólk Sólborgar nú leitað til Víkurfrétta um aðstoð við að upplýsa málið og ekki síst að óska eftir hjálp frá foreldrum í Sandgerði um að þeir ræði skemmdarverkin við börnin sín og unglinga, þannig að skemmdarverkum linni.

Meðfylgjandi er mynd af nýjasta skemmdarverkinu sem unnið var á þessu grindverki við leikskólann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024