Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. júlí 2001 kl. 10:47

Skemmdarvargar í skólagarðinum

Ófögur sjón blasti við börnunum þegar þau mættu í skólagarðinn við Krossholt í Reykjanesbæ snemma á miðvikudagsmorgunn. Skemmdarvargar höfðu skrúfað frá vatnsslöngunum um nóttina þannig að garðurinnn var allur á floti. Einnig var búið að rífa um grænmeti og skera það niður. Krakkarnir voru mjög sárir því þau eru búin að leggja sig fram við að hugsa vel um garðskikana sína; gróðursetja og reita arfa. Starfsmenn í skólagarðinum vilja beina því til nágranna að láta lögreglu vita ef þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir í garðinum á kvöldin og á nóttunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024