Laugardagur 20. ágúst 2011 kl. 16:38
Skemmdarvargar á ferð um Keflavík
Skemmdarvargar voru á ferð um Keflavík í morgunsárið og brutu m.a. grindverk við hús í bænum. Meðfylgjandi mynd er af brotnu grindverki við Aðalgötu 1 í Keflavík en einnig mun grindverk hafa verið brotið við hús á Vallargötu.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson